Um fyrirtækið

Xodus ehfXodus ehf er fyrirtæki sem starfar á breiðu sviði.  Má þar nefna hugbúnaðargerð, gagnagrunnstengingar, vefvistun, vefsíðugerð, hönnun á auglýsingum, bæklingum, nafnspjöldum og fleiru.   Xodus ehf notar eingöngu nýjustu tækni á sínu sviði og fylgist vel með öllum þeim nýjungum sem standa til boða hverju sinni.  
Xodus ehf hefur starfað lengi á sviði ferðamála, bæði smíðað hótelbókunarkerfið LOKI og hannað merki og bæklinga fyrir hin ýmsu hótel og fyrirtæki hér á Íslandi.  Einnig hefur Xodus ehf starfað mikið fyrir heilsuræktargeirann, smíðað til dæmis hugbúnað fyrir einkaþjálfara, stigaskráningakerfi fyrir Fitnessmót, Skólahreysti og margt í þeim dúr.  Þess má einnig geta að Xodus ehf hannaði starfsmannakerfi Atlantsolíu sem heldur utan um Dælulykla Atlantsolíu.
Í dag starfar Xodus ehf að mestu við ferðamannavefinn Discover Iceland, sem Xodus ehf á og rekur, en Discover Iceland er vefur sem er stílaður inn á erlenda ferðamenn sem eru á leið til Íslands.  Discover Iceland býður aðilum innan ferðamannaiðnaðarins að kaupa þjónustusíðu á vefnum þar sem kynnt er starfssemi viðkomandi.  Við hvetjum alla aðila í sem reka þjónustu í ferðaiðnaði að skoða möguleikana á www.DiscoverIceland.is og hafa samband við okkur ef þið viljið fá þjónustusíðu á aðeins kr. 10.000,-  á ári, með vsk.

Xodus.is
Hafnagata 16 - 233 - Reykjanesbær

Sími 698-6604
info(hjá)xodus.is