Fjarskiptahandbókin 3

Verð stk. 7.900,- ISK

Fræði og kennslubók um fjarskipti
Þyngd: 1230 gr.
Magn Stk. :
Kaupa vöru
 

Um fjarskiptahandbókina

Ritstjóri Íslensku fjarskiptahandbókarinnar, Örlygur Jónatansson, segir að hann hafi við störf sín á fjarskiptamarkaðinum og við kennslu í fjarskiptatækni á umliðnum árum orðið þess áþreifanlega var að mjög skorti aðgang að ýmiss konar tækniupplýsingum. Tímafrekt sé að
afla sér upplýsinga og vandasamt að halda þeim saman í dagsins önn. Í ljósi þessa hafi hugmyndin að Íslensku Fjarskipthandbókinni kviknað.

Örlygur segir að bókin sé fyrst og fremst ætluð fagmönnum í rafiðnaði, þ.e. rafiðnaðarmönnum, tæknifræðingum, verkfræðingum og öðrum sem starfa við fjarskiptatækni. Einnig sé hún áhugaverð fyrir fagskóla, hönnunar- og verkfræðistofur, tækniverslanir og einnig fyrir fjölbreyttan hóp áhugamanna um fjarskiptatækni og hvern þann annan sem vill vita deili á ýmsum hlutum og hugtökum sem daglega ber fyrir augu og eyru.

Bókin kemur nú út í þriðja sinn að mestu með nýju og endurbættu efni og kallast því Íslenska Fjarskiptahandbókin 3. Útgefandi bókarinnar er Skjámynd ehf, Eiðistorgi 13, 170 Seltjarnarnes, Sími: 561-3233.

Örlygur Jónatansson - Rafeindatæknifræðingur

Örlygur Jónatansson - Rafeindatæknifræðingu

Ritstjóri Íslensku fjarskiptahndbókarinnar